Hugsaði eins og hestur

Hestar

Í hestaferðum með laus hross er mikið af „farþegum“. Þeir halda ró sinni og njóta landslagsins og samvistar við viljug hross og skemmtilega samferðamenn. Svo eru aðrir, einkum fararstjórar, sem hugsa eins og hrossin. Finna strax, hvernig röng hugsun flæðir leiftursnöggt um hrossahópinn. Passa að þau fari ekki hina leiðina. Loka hliðinu í hinum enda gerðisins, svo hrossin hverfi ekki. Heyra skeifu detta. Gæta þess, að allir passi strenginn, sem dregin er út í áningu. Að fólk og hross þreytist ekki um of. Að farið sé rétt í vað og að riðið sé upp eða niður fyrir gil. Ég var þannig, gekk fyrir tékklistum og adrenalíni allan tímann. Það var rosa gaman. Er nú orðinn gamall og hættur fararstjórn, vel bara friðsældina. Orðinn farþegi.