Huglaust Ísland sat hjá

Punktar

Ísland rambaði fyrir nokkrum árum á brún gjaldþrots. Ætti að styðja samstarf fjölþjóða um varnir gegn slíkri ógæfu, þar með töldum hrægammasjóðum. Huglaust Ísland sat samt hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um sameiginlegar varnir. Vissulega var tillaga þróunarríkjanna tempruð og óljós vegna þrýstings hagsmunaaðila. Hún felur samt í sér yfirlýsingu um siðferði í fjárhagslegum samskiptum ógæfuríkja og bankstera. Ísland ætti að styðja slíkt mál á öllum stigum þess, einnig fyrstu skrefin. Tillagan var að vísu samþykkt með þorra atkvæða. En frammistaða Íslands í atkvæðagreiðslunni var ömurleg.