Hugarfar að hætti 2007

Hestar

Afleggjarar 2007-hugarfars, þau Árni Hjörleifsson og Ingibjörg Davíðsdóttir, hafa lokað ökuleið göngufólks á Skessuhorn. Sem landeigendur Horns mega þau ekki loka leiðum, sem hefð er komin á. Er bannað með lögum. Leiðin er orðin þjóðleið, þótt hún sé ekki skráð í bók minni: “Þúsund og ein þjóðleið”, sem ekki snýst um fjallgöngur, heldur leiðir milli staða. Hugarfar starfskonu utanríkisþjónustunnar sést af orðalagi hennar: “Þvílík fegurð!! Ég á’etta” á fésbók. Stöku sinnum sést frekja af þessu tagi, til dæmis hjá Seðlabankanum í Holtsdal. Það mál var leyst með klippum, einu vörn fólks gegn græðgisliði.