Alvöruvarnir á Íslandi hljóta einkum að beinast að leiðum hryðjuverkamanna inn í landið, einkum í flugi, en einnig með skipum. Til þess þarf engar orrustuþotur. Koma þarf upp virkara eftirliti með komu fólks og vera í góðu sambandi við hryðjuverkavarnir vestrænna ríkja, annarra en Bandaríkjanna, sem aðeins vilja einhliða samstarf. Varnir Íslands geta verið í samráði við Evrópusambandið og Norðurlönd, en Bandaríkin verða ekki samstarfsaðili í vörnum gegn hryðjuverkum hér á landi frekar en annars staðar. Þau hafa illt orð á sér og það óorð flytzt yfir á okkur í varnarsamstarfi.
