Íslenzkir fjölmiðlar segja, að hryðjuverkamaður hafi verið dæmdur. Ég sé ekki, að þeir hafi nein rök fyrir því. David Hicks dró til baka kvörtun um pyntingar gegn því að fá bara sjö ára dóm og fá að afplána í Ástralíu. Ekki er hægt að lýsa neinn sekan, sem setið hefur árum saman í Guantanamo og sætt pyntingum að bandarískum hætti. Játningar, sem fást með pyntingum og samningum um sérmeðferð, eru einskis virði. Marklaus er kengúrudómstóll bak við luktar dyr að hætti bandaríska hersins. Fjölmiðlar eiga að orða fréttir svo, að þeir taki ekki undir augljóst rugl. Þar með talin Gufan.
