Hrútafjarðará

Ýmis vöð á Hrútafjarðará.

Vaðið á Hrútafjarðará vestan við Stað í Hrútafirði, við botn fjarðarins, var löngum samgöngumiðstöð. Þangað liggja leiðir að sunnan um Holtavörðuheiði og að vestan um Haukadalsskarð og Sölvamannagötur. Áfram liggja svo austur leiðir um Hrútafjarðarháls og síðan vestur um Húnaþing eða suður Tvídægru. Frásögnin hér að neðan af ferðum vígamanna í desember 1943, sýnir, að oft lögðu menn hart að sér í samskiptum við náttúruöflin. Samanber líka ferð Kolbeins unga Arnórssonar með mikinn her um Núpdælagötur og Tvídægru í nóvemberlok árið áður.

“En er þeir Ásbjörn [Guðmundsson] komu til Staðar í Hrútafjörð var flæður sævar. Var þá eigi reitt yfir vaðal. Var fjörðurinn eigi ruddur af ísum, en árnar ófærar hið næsta. Biðu þeir þar lengi um daginn fjörunnar. En er á tók líða daginn vildu þeir fyrir hvern mun vestur yfir ána, því að þeim þótt eigi örvænt nema eftir þeim mundi riðið … Ríða þeir nú upp með ánni og finna hvergi þar er þeim þætti yfir fært. Ásbjörn eggjaði, að þeir skyldu á ríða og kallaði þá raga og kvað ekki áræði með þeim … En er þeim voru minnst vonir hleypti Ásbjörn út á ána, en hesturinn missti þegar fótanna og rak þegar í kaf hvort tveggja … Drukknaði Ásbjörn þar og fannst eigi fyrr en um vorið eftir.”

4,4 km
Húnavatnssýslur

Nálægir ferlar: Haukadalsskarð, Húnaþing.
Nálægar leiðir: Holtavörðuheiði, Sölvamannagötur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Sturlunga