Hrunverjar eflast

Punktar

Hrunverjar styrktu stöðu sína í Sjálfstæðisflokknum, þegar bófaflokkurinn fékk sér nýjan þingflokksformann. Auðvitað var valinn formaður Sjóðs 9, sem tapaði lífeyri fólks í hruninu með ævintýrum í fjárfestingu og spillingu. Illugi Gunnarsson sagði þá af sér formennsku og hvarf um skeið af þingi. Sem betur fer úrskurðaði Ólöf Nordal þingmaður, að hrunið mundi bara um skamman tíma vera bófaflokknum þungt í skauti. Heldur betur hefur komið á daginn, að kjósendur hafa gullfiskaminni. Flokkur með formann úr Vafningi og Sjóvá fær sér auðvitað þingflokksformann úr Sjóði 9. Allt verður eins og áður var.