Hrun í eldhúsi

Veitingar

Apótekið fagra í Pósthússtræti er orðið vinsælt af innfæddum jafnt og túristum. Samstundis var hætt að hugsa um matreiðsluna, enda er slíkt jaðaratriði óþarft, þegar tízkan talar. Fiskur dagsins (2.290 kr) í dag var gamall þorskur, langvinnt steiktur, borinn fram með trénuðu rótargrænmeti, nærri ósteiktu og óskeranlegu. Enn grimmar steiktur var skraufaþurr andarleggur (2.690 kr), borinn fram með maltsósu og hnausþykkri vöfflu með sykursteiktum eplalengjum. Tilfinningalaus matreiðsla, sú versta sem ég hef þolað í nokkur ár. Minnti á hræðilega daga fyrir fjörutíu árum, þegar Borgin og Naustið réðu ferðinni í veitingum.