Hrukkuhræðsla

Punktar

Rannsóknir sýna, að fólk er hrætt við aldraða, vill losna við þá úr augsýn og er hrætt við langvinnaa reynslu þeirra. Annalisa Barbieri segir í Guardian frá ritstjórn, þar sem hún vann og þar sem nýr ritstjóri losaði sig við 65 ára gamlan alvitring, sem hægt var að fletta upp í. Hann var kominn á internetið áður en það varð formlega til og gat fundið þar allt. Það var samanburðurinn, sem skelfdi reynslulausa ritstjórann. Barbiere rekur nokkur dæmi þess, að fólk sé upp á sitt bezta um áttrætt eða jafnvel 96 ára gamalt. Við munum svo sem eftir Churchill og Adenauer.