Hrosshyrna

Frá Syðri-Hraundal á Mýrum um Hraundal að Rauðakúlu við Langá.

Þetta er syðri og eldri leiðin um Hraundal. Auðveldari leið er eftir jeppaslóð norðan til í dalnum.

Förum frá Grímsstöðum kringum Grímsstaðamúla, sunnan við hann og austan. Hjá eyðibýlinu Syðra-Hraundal förum við til norðurs austan við Bæjarfjall og vestan við Grímsstaðamúla. Síðan til norðausturs sunnan megin í Hraundal undir Hrosshyrnu, sunnan við Rauðukúlu að vegi upp úr Grenjadal. Honum fylgjum við norður að Fjallakofanum vestan við Sandvatn.

8,1 km
Borgarfjörður-Mýrar

Skálar:
Grímsstaðir: N64 41.836 W21 56.604.
Fjallakofinn: N64 45.463 W21 51.351.

Nálægir ferlar: Mýravegur, Múlavegur, Hraundalur, Sópandaskarð.
Nálægar leiðir: Gufá, Skarðheiðarvegur, Klif.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH