Hroki í garð Pisa

Punktar

Tvíeggjað er, þegar kennarar tala á fésbók eða í bloggi af yfirlæti um Pisa könnunina. Þegar þeir segja hana byggja á gamaldags sjónarmiðum, minna þeir á hrokann í Þorgerði Katrínu árið 2008. Kannski þurfa Pisa-menn að fara í endurhæfingu eins og sá danski. Bankamaðurinn, sem á sínum tíma boðaði hrun á Íslandi. Síðan þá þýðir lítið að tala um, að staðan sé hér mest og bezt. Eitthvað er að, hvað sem kennarar segja. Kannski trúa þeir, að fólk geti stundað lýðræði án þess að vita um staðreyndir. Kannski finnst þeim óþarfi að vita, hverjar eru þverár Dónar, hvenær voru Rósastríð og hvað sé umsögn.