Hrista sofandi sauðina

Punktar

Meirihlutaflokkarnir í Reykjavík hafa glatað tengslum sínum við undirstéttina og sinna helzt fyrsta heims vandamálum miðstéttanna. Þeir hafa til dæmis ekki skilið húsnæðisskortinn, sem þeir eiga þátt í að orsaka. Verð íbúða hefur rokið upp úr jarðsambandi við undirstéttina. Fjölgun þeirra hefur eingöngu farið í húsnæði ferðamanna. Undirstéttin getur ekki leigt sér íbúð, er kostar 20 milljónir fyrir fyrstu skóflustungu. Byggja þarf íbúðir, sem kosta 20 milljónir fullbúnar. Borgarstjórn þarf að endurskoða hratt sjúkan ferilinn og kollvarpa honum. Fjölgun pírata og innkoma sósíalista í borgarstjórn eiga að geta hrist sofandi sauðina.