Baldvin Jónsson, sérfræðingur í vonlausri sölu lambakjöts til útlanda, hefur búið til Food & Fun, sem felst í, að veitingahús leggja til aðstöðu, landbúnaðurinn leggur til kjöt, fiskvinnslan leggur til freðfisk, Flugleiðir leggja til farseðla og hótel leggja til herbergi. Síðan er boðið nokkrum erlendum miðlungskokkum til keppni í matreiðslu. Blaðamönnum ferðadálka, sem lítið vit hafa á mat, er boðið til landsins til að taka þátt í þessu gríni og þeir skrifa mergjaðar greinar um, hvað allt þetta sé frábært. Allt er auðvitað gerningur, tilbúningur og blekking frá grunni.
