Nú eru þær búnar að kúga Egil Helgason og breyta Silfri hans, síðasta vígi karlrembunnar. Gott hjá þeim, sýnir hvað hægt er að gera, ef gagnrök eru lin. Verrra er, að nú eru allir sérhópar seztir með skeiðklukku við Silfrið. Ég fór í þessu tilefni að lesa um Hatsepsut og Kleópötru, drottningar í Egyptalandi. Sú fyrri var uppi fyrir 3.500 árum. Tvítug rændi hún völdum af bróðursyni sínum barnungum, háði stríð við Mítanní til að afla herfangs og fékk stuðning hersins til að kúga klerkaveldið í Þebu. Hin síðari lifði fyrir 2.000 árum og hleypti vindi úr hverjum herstjóra Rómar á fætur öðrum.
