Hrekur fólk úr landi

Punktar

Ríkisstjórnin heldur með fjárlagafrumvarpinu áfram að höggva velferðina. Lækkar hlutdeild hennar í ríkisbúskapnum, enda þarf hún fé til að mæta lækkun gjalda á handhafa kvóta. Samneyzlan lækkar úr 28% í 25%. Felur í sér mikla rýrnun liða, sem skipta fátæka mestu máli, svo sem heilbrigðismál, tryggingar og skóla. Hægt og sígandi byltir ríkisstjórnin kerfinu að hætti Bandaríkjanna og Bretlands, magnar stéttaskiptinguna. Æ fleira miðstéttarfólk sígur niður í undirstétt skulda og örvinglunar. Þetta er hörð frjálshyggjustjórn hinna ríku í þágu hinna ríku. Hún gerir fólk landflótta, hrekur það til hins mjúka hagkerfis í Noregi.