Hreinsunareldurinn

Punktar

Mér brá, þegar páfinn afnam hreinsunareldinn. Ég ruglaði honum saman við forgarð helvítis, þar sem Dante Alighieri lætur hýsa gáfumenn heimsins í ritverki sínu Gamanleikurinn helgi. Hreinsunareldurinn eða Purgatorio var bara fyrir þá, sem þurftu að losna við syndir áður en þær kæmust í himnaríki með hörpuslætti og sálmasöng. Í forgarðinum eða Limbo eiga menn hins vegar ekki tímabundna vist, heldur liggja til eilífðar á grænum grundum umhverfis kastala nokkurn og rökræða um áhugaverð efni af ýmsu tagi. Þar ætlaði Dante sér sjálfum vist. Mér létti, þegar ég fattaði, að páfinn afnam ekki Limbo.