Hreindýrasúpan góða

Veitingar

Bezta lækningin við vetrarkulda á Laugavegi er súpa í brauði á Svarta kaffinu. Slík matarhús eru víða í Bandaríkjunum, en bara eitt hér á landi og búið að vera lengi. Ég valdi hreindýrasúpu fram yfir sveppasúpu, en get ekki lofað sama úrvali næst, því daglega er skipt um súpu. Upplagt til að ná úr sér hrollinum fyrir 1.850 krónur. Þú ræður, hvort þú skilur brauðið eftir eða borðar það líka. Á fyrstu hæð í svartmáluðu timburhúsi að Laugavegi 54. Svo sem engin uppljóstrun, því 1491 ferðamaður hrósar staðnum í skilaboðum á TripAdvisor. Þar er nánast einróma lof, enda telst Svarta kaffið þar 14. bezta veitingahús borgarinnar.