Hrein sjónvarpslygi

Punktar

Fréttastofan ABC er í vanda út af sjónvarpsþætti um fall tvíburaturnanna á Manhattan. Þátturinn “The Path to 9/11” var saminn af róttækum hægri mönnum, sem kenna Bill Clinton forseta og nokkrum embættismönnum hans um að hafa hindrað varnir turnanna. Fjöldi manns segir fullyrðingar í þættinum vera uppspuna frá rótum. Höfundar þáttarins eru David Cunningham og Cyrus Nowrasteh, sem þekktir eru af kristilegu trúarofstæki. Sjónvarpsstöðin kallar þáttinn “docudrama”. Það er sjónvarpsorðalag um hreina lygi, sem siglir undir fölsku flaggi sagnfræðinnar.