Hrein og klórlaus laug

Punktar

Er ekki sundáhugamaður og þekki fáar sundlaugar. Syndi þó á sumrin, þegar ég er á ferðalagi um landið. Af þeim, sem ég þekki, ber af eins og gull af eiri sundlaugin í Reykjadal í Þingeyjarsveit. Bæði hrein og fín og þar á ofan alveg laus við klór, sem í öðrum laugum plagar mig í augunum. Fer að vísu á morgnana og þekki ekki stöðuna, þegar líður á daginn og túristarnir koma. Eina, sem ég þekki, er hreinlæti á morgnana utan dyra og innan og niðri í lauginni. Galli er þó, að þjóðleg þorskhausaverkun í miðju Laugaþorpinu úðar valinkunnum ilmi eftir vindátt yfir plássið í kring og leiðina til Mývatns.