Hreggstaðadalur

Frá Hreggstöðum í Haukabergsvaðli um Hreggstaðadal og Göngumannaskörð til Móbergs á Rauðasandi.

Leiðin er sjaldfarin, grýtt og brött.

Förum frá Hreggstöðum vestur Hreggstaðadal og þaðan norður Kringludal og norðvestur um Háls og fyrir norðan Axlir vestur í Göngumannaskörð í 560 metra hæð. Þaðan förum við vestur í Skógardal á Rauðasandi og loks vestur að Móbergi.

13,2 km
Vestfirðir

Erfitt fyrir hesta
Mjög bratt

Nálægar leiðir: Strandaheiði, Sigluneshlíðar, Rauðisandur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jóhann Svavarsson