Hraungarður

Frá Bugaskála við Aðalmannsvatn á Eyvindarstaðaheiði suður um Hraungarða í Fossabrekkur.

Jeppafær slóð um eyðilegt land, hraun og sanda og urðarhryggi, síðari hlutinn í um 700 metra hæð.

Förum frá Bugaskála í 570 metra hæð til suðurs austan Hanzkafella, suður um Brunabrekkur og vestan við Bugahæð að Ytra-Skiptafelli austanverðu. Fjórum kílómetrum sunnan fellsins skiptist leiðin. Fossakvíslarleið liggur til austurs, en við förum áfram suður Haugahraun í Hraungarða. Við förum til suðurs vestan við Hraungarðshaus. Tveimur kílómetrum sunnan hans beygjum við til austurs í Fossabrekkur, þar sem slóðin endar í 700 metra hæð.

32,9 km
Húnavatnssýslur

Skálar:
Bugaskáli: N65 13.183 W19 25.981.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Mælifellsdalur.
Nálægar leiðir: Gilhagadalur, Fossakvísl, Skiptamelur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort