Hraungarðsbunga

Frá Þingmúla í Skriðdal um Geitdal og Hraungarðsbungu að Buðlungavöllum í Fljótsdal.

Áður fyrr var farið með fjárrekstra úr Fljótsdal yfir Buðlungavallaheiði og áfram austur fyrir Þingmúla, inn Þórudal og sveigt úr honum austur yfir Brúðardal á Þórdalsheiði til kaupstaðar í Reyðarfirði. Er það mun styttri leið en með bílvegum.

Förum frá Þingmúla eftir jeppaslóð inn Geitdal að Geitdal. Þaðan norðvestur yfir Hraungarðsbungu norðanverða og áfram um Buðlungavallaheiði að Gilsá. Förum norður með Gilsá að austanverðu um Stórás niður að eyðibýlinu Buðlungavöllum.

16,5 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Stafdalur, Remba, Flosaleið, Kelduá.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins