Hrafnaskálarnúpur

Frá Kirkjubóli í Önundarfirði um Hrafnaskálanúp að Sæbóli á Ingjaldssandi í Önundarfirði.

Gömul póstleið til Ingjaldssands. Fyrri hluti leiðarinnar, til Mosdals, er auðveldur. Síðari hlutinn er ófær hestum. Þar verður líka að fara á fjöru eða klifra að öðrum kosti um bergið í Ófæru. Þar eru enn leifar af keðjum, sem notaðar voru við klifrið. Í Mosdal eru skýrar tóftir 20-30 bygginga, en langt er síðan jörðin fór í eyði.

Förum frá Kirkjubóli norðvestur ströndina undir Sporhamarsfjalli út í Mosdal. Þaðan áfram norðvestur fjöruna undir Hrafnaskálarnúpi og síðan um Ófæru nyrst undir núpnum og komum loks að Sæbóli á Ingjaldssandi.

8,1 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta
Erfitt fyrir göngufólk

Nálægar leiðir: Klúkuheiði, Sandsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort