Hrafnabjörg

Frá Skógarhólum í Þingvallasveit um eyðibýlið Hrafnabjörg að Gjábakka í Þingvallasveit.

Fjölfarin að fornu, en sjaldan nú á tímum. Leiðin, sem sýnd er á kortinu, er ekki nákvæm. Bezt er að fara austanvert með girðingu frá Víðivöllum að Hrafnabjörgum vestanverðum og síðan áfram með girðingunni að sunnanverðu unz komið er að túni norðan við Gjábakka. Á þann hátt sleppa menn við girðingar.

Við getum ekki rakið þessa leið nákvæmlega, nema við vitum um helztu örnefni á leiðinni. Gott væri, ef hestamenn prófuðu að fara þessa leið eins og hér er lýst. Mikilvægt er að endurvekja leiðina um Prestastíg, því að hún er sögufræg. Hún var farin milli Skálholts og Þingvalla og einnig áfram frá Þingvöllum um Kjósarskarð til Maríuhafnar við Laxá í Kjós. Leiðin, sem sýnd er á meðfylgjandi korti, er samkvæmt árbók FÍ. Betra er að fara austanvert með girðingu frá Víðivöllum að Hrafnabjörgum vestanverðum og fara þaðan beint suður að Dímon vestanverðum.

Förum frá Skógarhólum fjóra kílómetra austur með suðurhlið Ármannsfells að Víðivöllum. Þar beygjum við suðaustur um hraunið og um Prestastíg yfir Hlíðargjá, að eyðibýlinu Hrafnabjörgum, sem eru í 2560 metra hæð norðvestan við samnefnt fjall. Þaðan milli Gildruholtsgjár og Heiðargjár suðvestur um Gjábakkahraun að Gjábakka við norðausturhorn Þingvallavatns.

8,8 km
Árnessýsla

Skálar:
Skógarhólar: N64 17.739 W21 04.807.

Nálægir ferlar: Bláskógaheiði.
Nálægar leiðir: Eyfirðingavegur, Biskupavegur, Skógarkot, Lyngdalsheiði, Búrfellsgötur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort