Mér finnst umræðan um málfar Nicolov jaðra við rasisma. Hann talar betri íslenzku en margir innfæddir. Þar að auki er ekkert sem bannar, að töluð sé enska á Alþingi eins og hvert annað tungumál. Fólk sezt á Alþingi til að hafa áhrif. Ef það nær meiri eða minni áhrifum með því að nota eitthvert annað tungumál en íslenzku, er það í fínu lagi mín vegna. Það á ekki að kenna innfluttum íslenzku til að efla tungumálið, heldur til að auðvelda þeim að komast áfram í þjóðfélaginu. Markmiðið með sameiginlegu tungumáli hefur flækzt fyrir hræsnurum, sem hafa rætt tungutak Nicolovs.
