Hægri sinnaðir hugmyndafræðingar í Bandaríkjunum eru farnir að hafa áhyggjur af, að frönsk-þýzk viðhorf muni í auknum mæli einkenna stækkandi Evrópusamband vegna vaxandi innbyrðis efnahagstengsla aðildarríkjanna. William Pfaff segir í International Herald Tribune frá ótta hægri manna í Bandaríkjunum við stöðu mála í Evrópu. Thomas Fuller segir í sama blaði, að Evrópa sé á ýmsum sviðum að ganga í berhögg við Bandaríkin.