Hótel brýtur reglur

Punktar

Nýja hótelið við Laugaveg 66 er dæmi um eymd borgaryfirvalda gagnvart brotum á deiliskipulaginu. Samkvæmt því eiga framhliðar húsa við Laugaveg að vera hluti götunnar, hafa almenna starfsemi, sem hvetur til samskipta, svo sem verzlun eða kaffihús. Laugavegur 66 sýnir hins vegar svartan flöt, sem ekki sést gegnum. Svona dauður kafli er þekktur vandi frá fyrri tíð, samanber Héraðsdóm og Landsbankann, sem hafa drepið Austurstræti. Einhvern tíma verða borgaryfirvöld að spyrna við fótum og loka starfsemi, sem brýtur reglur. Því miður virðast lóðareigendur og verktakar ráða ferðinni hjá Reykjavíkurborg.