Kjósendur hafna ekki eða játast flokkum, stefnu eða gerðum. Nánast allar skoðanir eru minnihlutaskoðanir. Jafnvel skuldaniðurfærsla Framsóknar hefur aðeins 25% fylgi. Í lýðræði taka flokkar sig saman, sem hafa samtals yfir 50%, bræða saman atriði úr loforðum/hótunum aðila og mynda stjórn. Reynslan sýnir, að sáttmálar eru bara pappír, í bezta falli leiðbeiningar. Ekkert segir, að B og D verði að setja ríkið á hausinn. Lækkun ríkistekna og hækkun útgjalda eru bara loforð eða hótanir flokkanna. Skuldaniðurfærsla Framsóknar fær að venju skoðun sérfróðra. Úttektin mun leiða til útvötnunar hótana.