Hótanir í sjónvarpinu

Fjölmiðlun

Hádegisfréttir ríkisins dóu margsinnis í tölvunni hjá mér í gær. Grínið fór svo á fullt í sjónvarpsfréttum gærkvöldsins. Erdoğan hótaði fyrst Kúrdum eldi og brennisteini. Síðan hótaði indælis frönsk ráðherra Kúrdum eldi og brennisteini. Þá kom dýralæknir í pöndugarði og hótaði Kúrdum eldi og brennisteini. Að lokum hótaði íslenzkur veðurfréttamaður Kúrdum eldi og brennisteini. Á fésbók kvarta notendur yfir ítrekuðum vandræðum á heimasíðu Ríkisútvarpsins. Er ekki gott ráð fyrir Magnús Geir að skipta út tölvuliði fjölmiðilsins. Frekar en að ráðast á helztu heimilisvini notenda fjölmiðilsins? Í tölvum er miðillinn úti á túni.