Hóruhús fjölmiðlunar

Punktar

Í turni Chicago Tribune lét Robert McCormick setja ritstjórn og auglýsingar á aðskildar hæðir með mismunandi lyftum. Markmiðið var að hafa eldvegg milli blaðamanna og auglýsingamanna. Þetta var lengi hugsjón í fjölmiðlun. En nú er eldveggurinn hruninn. Á Chicago Tribune sitja blaðamenn og auglýsingamenn saman í nefndum. Um allan heim er áróður dulbúinn sem kostun eða kynning. Sjónvarpið leiðir spillinguna og dagblöðin rölta á eftir. Hefðbundin fjölmiðlun breytist í hóruhús. Um leið hafa útgefendur sannfærzt um, að rannsóknablaðamennska sé of dýr og njóti lítils fylgis notenda. Persónu-vefmiðlar hafa tekið við merkinu.

Hér er ágæt GREIN um ástandið í Bretlandi: