Hornafjarðarfljót

Frá Bjarnanesi yfir Hornafjarðarfljót að Holtateigum.

Milli Bjarnanessands og Holtateiga eru fimm kílómetrar, að miklu leyti í vatni. Þetta er því lengsta vað á Íslandi. Þar geta verið djúpir álar, svo að nauðsynlegt er að fara með staðkunnugum. Að jafnaði er Hornafjarðarfljót þó auðvelt yfirferðar. Í Skógey höfðu menn slægjur síðustu aldir, en lengi hefur þar enginn skógur verið.

Byrjum við þjóðveg 1 hjá Fornustekkum í Nesjum í Hornafirði. Förum austur að vaði við Bjarnanessand yfir gamlan farveg Austurfljóta, sem nú hafa sameinast Suðurfljótm við jökulsporð. Síðan um Ferðamannahraun þvert yfir norðurenda Skógeyjar að vaði á Hornafjarðarfljótum norðan við Kríusker og þar beint yfir í Prestafit. Þaðan er stutt upp á þjóðveg 1 milli Tjarnar og Holta á Mýrum.

8,1 km
Skaftafellssýslur

Ekki fyrir göngufólk

Nálægar leiðir: Skógey, Vítisbrekkur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort