Hörmungar? Græðum-græðum!

Punktar

Forsætisráðherra var ógeðslega kátur í sjónvarpinu yfir fréttum af spám um versnandi líf mannkyns á jörðinni næstu áratugi. Hamfarir og uppskerubrestur í þriðja heiminum skapa okkur tækifæri, sagði hann. Hér verður hægt að efla útflutning búvöru og sigla um íslausar norðurslóðir. Gaman, gaman, græðum, græðum. Sigmundi Davíð er sama, þótt mannkynið lendi í hörmungum. Er ekki að leysa þann vanda. Ímyndar sér í barnslegri græðgi, að við munum græða á eymd mannkyns. Græða heilt heimsmet. Blessað stríðið, sagði kerlingin einu sinni. Burtséð frá augljósu siðleysi, þá hugsar hann ekki, blaðrar bara í fákænsku.