Hörmung í Heiligendamm

Punktar

Sennilega mun George W. Bush fá stuðning hins flaðrandi Tony Blair á fundi áttveldanna í Heiligendamm í næstu viku. Blair hefur hrósað tillögu Bush um nýtt ferli gegn mengun andrúmsloftsins. Blair segir hrósið stafa af, að þetta sé í fyrsta skipti, sem Bush viðurkenni, að mengun sé vandi. Aðrir segja, að tillagan hafni alveg ferli Kyoto-bókunarinnar. Hún sé aðferð til að skjóta málinu á frest fram yfir forsetatíð Bush. Þegar Evrópa otar fram tillögu um nýtt skref í Kyoto-ferlinu, mun Bush vísa til nýju tillögunnar og neita að vera með. Evrópa mun láta kúga sig. Það er sérgrein hennar.