Hörmung Antí-Krists

Punktar

Ég á því miður ekki orð til að lýsa því, sem kallast “disaster” á ensku. Haifa Zangana skrifar í Guardian grein um ástandið í Írak. Þar fara morðsveitir um á vegum bandaríska hersins og leppstjórnar hans. Stríðið gegn íbúum landsins beinist nú einnig að konum og börnum, því að feðurnir eru dauðir. Í örvæntingu reynir fólk að verjast með sjálfsmorðsárásum. Ef einhver maður í heiminum er Antí-Kristur, þá er það George W. Bush forseti. Og vei þeim eftir dauðann, sem létu hafa sig út í stuðning við ógeðið. Og hafa nú ekki manndóm til að lýsa formlega yfir fyrirlitningu á því.