Hátt lyfjaverð á Íslandi er afleiðing fáokunar. Fjölmiðlarnir hafa skýrt það vel út fyrir okkur síðustu daga. Talsmenn fáokunarinnar hafa að venju talað kínversku, sem enginn skilur. Fáokun á lyfjum er dæmi um íslenzka verzlun og þjónustu árið 2007. Verð hér á landi er hærra en annars staðar vegna okurs, sem stafar af fáokun. Einn-þrír starfa á hverju sviði og hafa samráð um verð og þjónustu. Ástandið versnaði síðustu árin við, að ýmissi ríkiseinokun var breytt í einkaeinokun að hætti hörmangara. Nýja fáokunin sparkaði í kúnnana, hækkaði verð og margfaldaði tekjur stjórnendanna.
