Horfinn hornsteinn

Fjölmiðlun

Þegar fólk hættir að horfa á sjónvarpsfréttir á kvöldin, stafar það sumpart af vonbrigðum. Ég get ekki treyst tímasetningunni. Horfði lengst af á fréttir í sjónvarpi. En boltaleikir ryðja sjónvarpsfréttum í auknum mæli úr slotti þeirra í dagskrá. Og það eru ekki bara leikirnir, sem fylla dagskrá sjónvarps, heldur endalaust blaður um leikina. Þetta er orðið að vítahring. Minna áhorf á fréttir er notað sem skálkaskjól. Sem ástæða að leyfa boltaleikjum að ryðja þeim oftar til hliðar. Þannig er verið að drepa sjónvarpsfréttirnar. Traustur hornsteinn í degi mínum er horfinn. Þar með hvarf ríkissjónvarpið endanlega úr lífi mínu. Er hornsteinar hverfa, hættir sjálf dagskráin að vera hornsteinn og Netflix tekur við.