Horfa fram á veginn

Punktar

Fyrir fimm árum samþykkti alþingi einróma að nota skýrslu rannsóknarnefndar þingsins til að læra af hruninu. Flest hefur síðan verið svikið. Stjórnarskrá var stungið undir stól, sömuleiðis þjóðhagsstofnun. Fjármálaeftirlið hefur ekki verið læknað og ekki heldur Landsdómur. Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður segir um þetta: „Niðurstaðan af því var sú að það var ekki gert.“ Og „Nú þurfum við líka að fara að horfa fram á veginn.“ Það er eins og guðs hönd hafi komið af himnum ofan og gripið í taumana. Kannski var það hönd Davíðs. Og svo skilur Unnur Brá ekkert í, að traust þjóðarinnar á alþingi mælist í eins stafs tölu.