Björn Bjarnason dómsmálaráðherrar vill að barnaníðingar horfi á fórnardýrin í skýrslutöku af kynferðisbrotamönnum. Hann segir í fyrsta lagi, að engar sannanir séu um, að slíkt fækki sakfellingum og að í öðru lagi sé það í samræmi við 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu. Ef allt væri með eðlilegum hætti, hefði sakfellingum fjölgað í slíkum málum, en þær hafa staðið í stað. Meiri reisn væri af málflutningi, sem sparaði börnum djúpstæð óþægindi af að standa andspænis kvalara sínum. Eðlilegast væri að taka skýrslur af börnum í Barnahúsi. En Björn er kerfiskarlinn.
