Hörð vinstri beygja Merkel

Punktar

Stjórnarsáttmáli kristilegra og jafnaðarmanna í Þýzkalandi fjallar að mestu um aukna velferð í landinu, en einnig að leggja háan skatt á peningatilfærslur og á skattaflótta auðhringa. Frankfurt tekur senn við af London sem aðsetur banka eftir Brexit, en ríkisstjórnin verður samt höll undir almenning frekar en auðhringi. Hún er alger andstæða ríkisstjórnar Íslands, sem sleikir rassinn á auðgreifum. Þar sem Þýzkaland er efnahagslegur hornsteinn Evrópu, gerir það sjónarmið velferðar miðlægar í allri Vestur-Evrópu. Þýzkaland er og verður öflugt mótvægi við ruglið úr Trump í Bandaríkjunum. Fer framúr Norðurlöndum í framförum í þágu almennings.

sjá REUTER