Hoppa fjárfestar af fögnuði?

Punktar

Gjaldeyrisvarasjóður Íslands er að mestu fenginn að láni. Ég hef áður efast um gildi þess að hafa lánaðan sjóð. Með honum er að vísu hægt að borga tilfallandi slummur á löngum tíma. En mér finnst skrítið, ef fjárfestar úti í heimi láta plata sig með lánuðum sjóði. Einnig finnst mér skrítið, ef erlendir fjárfestar fagna nýkrónu, þegar Lilja Mósesdóttir er búin að fela þá gömlu. Eru fjárfestar mjög heimskir? Af hverju ekki bara skipta um kennitölu á öllu gumsinu? Lýsa Ísland gjaldþrota og taka upp nýtt Ísland. Iceland World Class! Ætli heimsku fjárfestarnir hoppi þá af tærum fögnuði?