Hömlulaus áhættufíkill

Punktar

Vesturveldin gera sér grein fyrir, að Rússland getur valtað yfir Úkraínu. Deila hins vegar um viðbrögð. Bandaríkjastjórn vill með hernaði valda Rússlandi meiri kostnaði ofan á hrun olíuverðs. Það er samkvæmt reynslu Sovétríkjanna sálugu, sem hrundu innanfrá. Evrópustjórnir telja hins vegar, að Pútín hafi lítinn áhuga á atriðum, sem varða óþægindi eða fjárskort. Hann vilji skoða, hvað hann komist langt. Feti sig þess vegna sífellt lengra í ýfingum við nágranna. Fram á yztu nöf og jafnvel fram af henni, gerist þess þörf. Angela Merkel og François Hollande líta á Pútín sem hömlulausan áhættufíkil, er meðhöndlist af varfærni.