Holur í fínu ástandi

Punktar

Næst á eftir klóaki eru götur undirstaða siðmenningar. Reykjavík komst inn í nútímann á borgarstjóraárum Geirs Hallgrímssonar. Afturhvarf frá siðmenningu hófst á borgarstjóraárum Dags B. Eggertssonar. Skorið var af fé til viðhalds götum. Síðustu tveir vetur hafa verið erfiðir og valdið miklum skemmdum. Síðast  var hlaupið til við að holufylla. Lítið er gert af því núna. Ég fullyrði, að götur borgarinnar eru í verra ástandi en þær hafa verið um áratugi. Dagur vísar á Ámunda Brynjólfsson, sem segir holurnar í fínu ástandi og gagnrýni sé óþörf. Eins og hjá ríkisstjórn bófanna, bara tuggið, að staða spítalanna sé fín.