Holtsós

Frá Skálakoti undir Eyjafjöllum um Holtsós að Hvammi undir Eyjafjöllum.

Guðmundur Viðarsson í Skálakoti veitir margvíslega þjónustu við hestamenn. Þar er hægt að fá leiðsögn yfir Holtsós, sem er sífelldum breytingum undirorpinn.

Förum frá Skálakoti suður yfir þjóðveg 1 og áfram jeppaslóð niður að Holtsós. Förum yfir hann þar. Síðan vestur með ströndinni og til baka yfir Holtsós nálægt ósnum. Þaðan norðvestur á þjóðveg 247 og eftir honum að þjóðvegi 1 og Hvammi undir Eyjafjöllum.

14,3 km
Rangárvallasýsla

Ekki fyrir göngufólk

Nálægar leiðir: Eyjafjöll, Miðskálaheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson