Hólsstígur

Frá Valþjófsstöðum í Núpasveit um Hólsstíg að Raufarhöfn. “Hólsstígur er oft bráðófær á vetrardag og ekki fjölfarinn hvorki vetur, vor né sumar, síðan uppsigling fékkst til Kópaskers; á honum er slæmur vegur, og mjög villugjarn á vetrum.” Svo segir Þórleifur Jónsson í Þjóðólfi 1893.

Förum frá Valþjófsstöðum norðaustur í Efri-Hóla. Förum Hólsstíg norðaustur Melrakkasléttu, suðaustan Álftatjarnar og um Kerlingarhraun, á Miðleiðisöldu. Síðan norðvestan Hólmavatns og um Grashól. Við förum til norðausturs fyrir vestan Ytra-Deildarvatn og Hólsvatn. Förum norður Voga að Raufarhöfn.

34,2 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Öxarfjörður, Þverárhyrna, Rauðhólar, Klíningsskarð, Blikalónsheiði, Fjallgarður.
Nálægar leiðir: Hólaleiði, Beltisvatn, Sléttuvegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort