Hólaskjól

Frá Gröf í Skaftártungum að fjallaskálanum Hólaskjóli í Lambaskarðshólum.

Hólaskjól er vinsæll áningarstaður hestamanna.

Förum frá Gröf og fylgjum þjóðvegi F208 alla leið. fyrst norður yfir Hvammsá. Framhjá afleggjara í Búland og Skaftárdal. Við förum áfram til norðausturs milli Þorláksstaðafells að vestanverðu og Króks að austanverðu. Síðan norður yfir Núpsheiði og um Kálfasléttur að Syðri-Ófæru. Vestan Bleikáluhrauns norður að fjallaskálanum í Hólaskjóli í Lambaskarðshólum.

24,5 km
Skaftafellssýslur

Skálar:
Hólaskjól: N63 54.441 W18 36.235.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Ljótarstaðaheiði, Mælifellssandur, Landmannaleið, Fjallabak nyrðra, Skælingar.
Nálægar leiðir: Flosavegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson