Holárdalur

Eyjafjörður, Þjóðleiðir

Frá Klængshóli í Svarfaðardal um Holárdal að Skriðu í Hörgárdal.

Var áður skemmsta leið Skíðdælinga til Akureyrar, en er ekki fær hestum.

Förum frá Klængshóli suður Skíðadal tvo kílómetra að Holá og yfir brúna á henni. Beygjum þar til suðausturs upp í Holárdal sunnan Holár. Innst í dalnum sveigir dalurinn til suðurs og síðan förum við aftur til suðausturs upp efstu brekkurnar. Skarðið er í 1180 metra hæð. Síðan austur og niður í Skriðudal sunnan megin árinnar að Syðri-Tunguá og þaðan suðaustur brekkuna niður að Skriðu við þjóðveg 815 í Hörgárdal.

18,5 km
Eyjafjörður

Ekki fyrir hesta
Mjög bratt

Nálægar leiðir: Skíðadalsjökull, Heiðinnamannadalur, Þverárjökull, Þorvaldsdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins