Hólaheiði

Frá Presthólum í Núpasveit til Kollavíkur í Þistilfirði.

Lagður hefur verið bílvegur með slitlagi þessa leið og um framhald hennar í Hófaskarði. Því má líta svo á, að leiðin sé ekki lengur fær hestum.

Förum frá Presthólum austur um Efri-Hóla og Hildarselshraun. Síðan um Hnotastein upp á Hólaheiði. Þaðan austnorðaustur yfir Ormarsá og um Biskupsás að Fjallgarði við Kollavíkursel. Förum þaðan austur Bjarnaskarð og niður að Kollavík í Þistilfirði.

28,3 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Öxarfjörður, Þverárhyrna, Rauðhólar, Fjallgarður.
Nálægar leiðir: Hólsstígur, Sléttuvegur, Hófaskarð, Kollavíkurskarð, Krossavík.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort