Hokinn af reynslu

Punktar

Björt framtíð hagar sér ekki bara undarlega á alþingi, heldur einnig í stjórnum sveitarfélaga. Í Hafnafirði er flokkurinn í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn um mannfjandsamlega framkomu við gamla bæjarstarfsmenn og ráðningu bæjarstjóra út úr kú. Samþykkti að „ráða til starfa bæjarstjóra með víðtæka þekkingu og reynslu af rekstri og fjármálum“. Ráðinn var Haraldur L. Haraldsson í ljósi þess að hann hafði gert fimm fyrirtæki gjaldþrota. Svo hokinn af reynslu, að nauðsynlegt þótti að hækka laun bæjarstjórans um 28%. Störf hans hafa einkum snúizt um gerræði í framkomu við starfsfólk í stíl græðgisvæddra frekjuhunda.