Hógvær launakrafa

Punktar

Krafan um 300.000 króna mánaðarlaun er einkennilega hógvær. Hún felur í sér, að fólk fær 225.000 krónur í vasann eftir skatta og skyldur. Það dugar ekki fyrir framfærslu, munar alveg húsnæðiskostnaði. Í gamla daga átti láglaunafólk fyrir mat og húsnæði, ef það var í fullri vinnu. Nú á láglaunafólk ekki fyrir mat og húsnæði, þótt það sé í fullri vinnu. Og það á ekki fyrir mat og húsnæði, þótt kröfur verkalýðsfélaga nái fram að ganga. Samtök atvinnurekenda ættu að fagna þessum hógværu kröfum í stað þess að hafa allt á hornum sér. Forstjórar, sem margfölduðu eigin tekjur, geta ekki staðið gegn þessari hækkun lægstu launa.