Þótt ekki verði kosið um stjórnarskrána í forsetakosningunum í sumar, verður vonandi kosið um hana í haust. Kostar að vísu auka að hafa tvennar kosningar á þessu ári. En lýðræði kostar. Mikilvægt er, að þjóðin fái að segja álit sitt á plaggi, sem Alþingi gat áratugum saman ekki samið. Mér lízt hins vegar illa á rafrænar kosningar á vefnum til að spara peninga. Fólk er ekki allt vel í stakk búið til að greiða atkvæði á vefnum. En allir þekkja gömlu aðferðina við að koma á kjörstað og setja kross á pappírsblað. Gildi atkvæða er traustara á þann hátt heldur en úr tölvu. Höfum okkar lýðræði gamaldags.
